Blue-fronted Amazon (Assa) – SELD!
Blábrýndi amasoninn (Amazona aestiva aestiva) er mjög vinsæll félagi, enda litfagur og bráðgreindur stórfugl. Hann hefur mikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er félagslyndur og lífsglaður fugl sem hefur mikla leikþörf. Frekar hávær, einkum kvölds og morgna. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og mikið af grænmeti og ávöxtum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/blue-fronted_amazon.html
Hún Assa er 9ra ára gamall handmataður kvenfugl sem var fluttur inn frá Bretlandi. Hún er kyngreind og henni fylgir notað gyllt búr (mynd að ofan) og nokkur leikföng. Assa er blíð og góð, sérlega skemmtileg og alltaf í ham. Hún lítur ekki á sig sem fugl heldur manneskju og vill því ekkert með aðra fugla hafa að gera. Hún tekur karlmenn fram yfir karlkyns fugla! Er mest fyrir karlmenn en síður konur og börn. Kann margs konar "tricks" ss. að leggjast á bakinu í lófa, hoppa hæð sína í loftið ofl. Auk þess segir hún einhver orð. Hún bitur yfirleitt ekki en getur bitið þá sem henni hugnast ekki ss. konur. Hefur lengst af verið hjá sömu fjölskyldu.
Stærð: 37 cm.
Lífaldur: 70-100 ár.
Verð: 280.000 kr ásamt búri - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|