3.890 kr.

SKU: 24435 Flokkur:

Boesemans regnboginn (Melanotaenia boesemani 'Orange') er afar skrautlegur regnbogafiskur frá Nýju Gíneu. Þetta er fenjamýrarfiskur sem getur orðið býsna laglegur á fengitímanum. Hængurinn er litmeiri og með lengri ugga en hrygnan. Þetta er hópfiskur sem hrygnir auðveldlega í heimabúrum og dafnar best með gróðri. Fallegt gróðurbúr með 20 regnbogafiskum er ægifögur sjón. Þessum lyndir vel við aðra rólega fiska og er auðveldur byrjunarfiskur. Hængurinn verður 10-11 cm en hrygnan 8-9 cm. Kemur úr mjög alkalísku vatni pH 9-9,5. Þetta er hoppari þ.a. búrið þarf að vera vel lokað.
Tegund: Boeseman's Rainbowfish 'Orange' L
Stærð: 7-8 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg