Bufo marinus S – UPPSELT!
Reyrkartan (Bufo marinus) er stór og voldug karta víða úr Mið-Ameríku. Hann er algengur þar og auðvelt að hugsa um hann sem gæludýr. Hann vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta. Getur orðið nokkuð langlífir (20 ára). Nærast á skordýrum ss. mjölormum, möðkum, smærri froskum, músarungum og skordýrum. Kvendýrið er nokkuð stærra en karldýrið. Bæði kynin eru með eiturkirtla sér til varnar, auk kirtla á baki til að skapa óbragð í munni þess sem reynir að éta þá. Verður um 15-20 cm langur og sá þyngsti varð 3 kg að þyngd. Geta orðið mjög skemmtileg gæludýr en gæta þarf þess að setja þá ekki upp í sig og líka að þrífa hendur eftir snertingu. Þeir læra að þekkja eiganda sinn og setja sig þá í matarstellingar. Matarlystin er mjög mikil! Þarf ekki UV-ljós - hefðbundin flúrljós nægja og eins stofuhiti.
Tegund: Marine/Cane Toad S
Stærð: 5-6 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|