3.490 kr.

SKU: 27405 Flokkur:

Celebes glímuskoltan (Nomorhamphus liemi) er athyglisverður gotfiskur úr árósum við Celebes-eyju. Þetta er skemmtilegur byrjendafiskur og auðveldur á flesta vegu. Hann kann best við sig í hópi nokkrir saman - og skartar sínu fegursta ef hrygnur eru með í hópnum. Hann er eins og gedda í laginu en þar endar samlíkingin - hann er almennt meinlaus. Hann getur ekki hreyft neðri skoltuna en sú efri hreyfist með höfðinu. Tímgast eins og aðrir gotfiskar og kynin þekkjast í sundur af gotraufarugganum. Kann best við sig í gróðurbúrum. Gæta þarf þess að ekki komi styggð að honum svo að hann klessi ekki kjammann á búrglerið. Hrygnan verður um 9 cm en hængurinn um 8 cm. Sýrustig pH 7-8 og ísalt vatn. Villtir!
Tegund: Celebes Halfbeak L - Wild
Stærð: 7-9 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg