Ceratophrys cranwelli ‘Limegreen’ S

25.390 kr.

SKU: ANAPA1113S Flokkur:

Pacman froskurinn (Ceratophrys cranwelli 'Limegreen') er algengur hornafroskur frá S-Ameríku. Það er mjög auðvelt að hugsa um hann sem gæludýr, enda flatmagar hann bara og bíður eftir næsta munnbita. Hann hefur gríðarlega matalyst og étur allt sem að kjafti kemur, jafnvel þótt það sé stærra en hann ræður við að gleypa. Ungviði að 18 mánaða aldri þarf að fóðra á 1-2 daga fresti en á 4-7 daga fresti eftir það. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni í grunnri skál. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi (ekki möl sem hætta er á að þeir gleypi og stíflist af). Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta. Nærast á skordýrum ss. mjölormum, möðkum og þess háttar, en etur líka fiska og músarunga. Ekki er þó gott að gefa þeim og mikið kjötmeti. Það getur leitt til blindu. Kvendýrið verður töluvert stærra (13 cm) en karldýrið (10 cm) og 500g þung. Eru virkari á nóttunni en daginn. Hika ekki við að stökkva á bráðina og geta bitið býsna fast. Þeir hafa nokkra beinbrodda í munninum sem virka eins og tennur. Mannshöndin er þar ekki undanskilin. Geta orðið 8-10 ára gamlir í búrum. Heppileg búrstærð er um 40 lítra. Blása sig upp ef þeir verða hræddir.

Tegund: Cranwell's/Chacoan Horned/Pac man Frog 'Limegreen' S
Stærð: 2-3 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

ceratophrys cranwelli samurai blue | Amazing frog, Pacman frog, Reptiles and amphibians

Umönnunarleiðbeiningar.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg