Congo African Grey (Babe) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Babe er handmataður CAG, innfluttur frá Bretlandi og fædd 2002. Babe er sérlega kelin og góð við alla. Hún leggst á bakið eins og hundur og talar helling. Babe er lítil af CAG að vera og frekar dökk, enda sunnarlega úr álfunni. Hún er til sölu vegna breyttra aðstæðna. Einstaklega dagfarsprúður fugl sem elskar börn, jafnt sem fullorðna, konur sem karla!! Hefur leikið í auglýsingum og myndbandi hjá Jónsa í Sigurrós. Henni fylgir tvö búr, annað stórt og hitt ferðabúr.
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 320.000 kr með búri og aukabúri. - VISA raðgreiðslur í boði til allt að 3ja ára - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|