Congo African Grey (Embla) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur
fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð
orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir.
Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann
verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að
dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu
þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og
ávexti.
Embla er handmataður CAG, flutt inn frá Hollandi, og fædd í júní 2005. Fuglinum fylgir
grátt Finca II PlayTop búr frá Montana Cages (sjá að
ofan), einnig gyllt ferðabúr, heimasmíðaður standur og töluvert af
dóti. Embla er afbragðsgóður talfugl og talar mjög mikið. Hún kann að telja, syngja nokkur lög, samkjaftar ofl. ofl. Hún er almennt blíð en hrifnari af körlum en konum. Hún hefur ekki verið kyngreind formlega en er trúlega kvk. Hún hefur haft þá áráttu að bíta í fjaðrirnar sínar og skemma þær margar hverjar og plokka bringufjaðrir að e-u leyti. Margt hefur verið reynt til að fá hana ofan af því en ekki borið varanlegur árangur enn sem komið er. Þetta er mjög góður fugl og er til sölu vegna breyttra aðstæðna eigenda, en Embla hefur átt sömu eigendur frá upphafi. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 250.000 kr með búri, ferðabúri og leikstandi - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|