Congo African Grey (Jakob) – SELDUR!

250.000 kr.

Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html

Jakob er 8 ára handmataður CAG, fluttur inn frá Hollandi (fæddur júní 2005). Honum fylgir grátt Havana búr frá Montana Cages (sjá að ofan) og e-ð af leikdóti ásamt ferðabúri. Jakob er ögn hrifnari af karlmönnum en konum en er þó ekki vondur við þær. Það kjaftar á honum hver tuskan en hann er til sölu vegna veikinda eigenda. Jakob lítur vel út og er duglegur að éta matinn sinn (stórfuglafóður og pálmahnetur). Hefur verið hjá sömu eigendum nema nokkra mánuði eftir að hann kom til landsins.
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 250.000 kr með búri, ferðabúri og leikdóti - SELDUR!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg