Congo African Grey (Mummi) – SELD!
Kongó grápáfinn (Psittacus erithacus erithacus) nýtur fádæma vinsælda, enda með afbrigðum klár og klókur. Hann getur náð orðaforða allt að þúsund orðum og lært að tjá langanir og hugsanir. Þetta er frekar hlédrægur fugl að eðlisfari og þarf natni til að hann verði félagslyndur. Nokkuð hljóður og dagfarsprúður. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar nokkuð og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja og pálmahnetur, og auðvitað grænmeti og ávexti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/congo_african_grey.html
Mummi eða Guðmundur er 13 ára gamall handmataður CAG, fluttur inn frá Bretlandi (f. 2002). Hann hefur núna verið kyngreindur og kom í ljós að Mummi er stelpa! Þetta er hrikalega skemmtilegur fugl sem tekur konur fram yfir karla. Hún talar milli 500-1000 orð. Td.: "Góðan dag, Ertu sætur? Viltu kaffi? Ertu góður? Mummi minn..." og margar fleiri setningar og orð. Bílflauta, örbylguofninn, bakkflauta og fleiri hljóð eru líka daglegt brauð. Einnig kann hún mörg trix og finnst mjög gaman að sækja penna fyrir mann. Hún hefur líka gaman að fá að vera með í daglegum störfum eins og skipta á rúmunum og brjóta saman þvott. Mummi borðar Harrisons fóður, grænmeti, hrísgrjón, ávexti og margt fleira. Hún elskar að finna matinn sinn sjálf og það fylgir með henni "forage-ing" leikföng. Mummi þarf nýtt heimili vegna breyttra aðstæðna. Henni fylgir stórt búr og þokkalega stórt ferðabúr, javagrein í búrið, nokkur leikföng, sturtuprik og bækur um páfagauka.
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 50-70 ár.
Verð: 280.000 kr með búri, ferðabúri og dóti. VISA raðgreiðslur í boði til allt að 3ja ára
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|