65.890 kr.

SKU: ANATF1105L Flokkur:

Kögur trjáfroskurinn (Cruziohyla calcarifer) er sérlega laglegur trjáfroskur úr hitabeltisskógum S-Ameríku. Hann er dökkgrænn með frostmynstri með skær rauðgulu tígrismynstri á hlið, appelsínugulan kvið og leggi. Augun eru koparlituð. Karldýrið verður 5-6 cm en kvendýrið 6,5-8 cm langt. Ungviðið er brúnna en fær þessa sterku liti með aldrinum. Heldur sér eingöngu í trjágróðri og leggst oft saman til að fela sig þar milli mála. Veiðir sér til matar þegar fer að dimma á kvöldin og nærist á hefðbundnum froskamat þ.e. engisprettum, bjöllum, möðkum, mölflugum. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta og trjágreinar (plastplöntur) til að klifra í. Búrið þarf að vera vel lokað og loftræst.

Tegund: Fringed Tree Frog L
Stærð: 5-6 cm.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Amazon Leaf Frog (cruziohyla Craspedopus) Stock Footage Video (100% Royalty-free) 455458 | Shutterstock

Umönnunarleiðbeiningar/fróðleikur.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg