Degu – Male – UPPSELT!
Degúinn (Octodon degus) vinsælt nagdýr og gott gæludýr fyrir alla fjölskylduna. Degúinn finnst á kjarrlendi miðhluta Síle í S-Ameríku. Hann er dagdýr og sefur á næturna, öfugt við hamstra, mýs og rottur. Hann er að öllu leyti jurtaæta og þolir illa sætindi. Því er mikilvægt að hann fái sér þurrfóður ætlað chinchilla loðkanínum og degúum, enda mataræði beggja áþekkt. Einnig er nauðsynlegt að þeir fái ferskt hey og hreint drykkjarvatn. Botnefnið þarf að vera hey eða pappírsköggar en ekki furu- eða viðarspænir. Þeim finnst gaman að kúra og láta halda á sér en það þarf að gera það á þeirra forsendum og halda undir rassinum á þeim - ekki grípa í skottið!
Degúar eru félagsverur og betra því að hafa nokkra saman. Þeir grafa göng í heimkynnum sínum þar sem þeir sofa en leita ætis saman á daginn. Þeir hafa góða sjón. Þetta eru mikil nagdýr og því þarf að hýsa þá í stálgrindarbúrum en ekki búrum með plastbotni! Þeir þurfa a fá eitthvað til að naga. Þeir klifra líka út um allt og mjög gaman að þeim. Þeir baða sig ekki í vatni heldur fínum sandi sem þarf að hafa í skál handa þeim.
Stærð: 25-31 cm
Lífaldur: 8 ár
Framboð: nokkur 18 mánaða gömul karldýr
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 350.00 kg |
---|