39.590 kr.

SKU: ANAMF1301L Flokkur:

Falska tómatskartan (Dyscophus guineti) er stór og voldug karta sem finnst eingöngu á Madagaskar-eyju í Afríku. Hún er ekki lengur algeng þar en auðvelt að hugsa um hana sem gæludýr. Hún vill vera í röku umhverfi (50-70% raki) með aðgang að hreinu vatni og líka grunnu sundvatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta. Getur orðið nokkuð langlífar - um 10 ár. Nærast á skordýrum ss. mjölormum, möðkum smærri froskum, músarungum og skordýrum. Kvendýrið verður um 9-9,5 cm langt en karldýrið 6-6,5 cm. Karldýrið gefur frá djúp búkhljóð og þenur hálsinn mjög. Þekkist á rauða litnum og svörtu búkrákinni. Er með frekar slétt bak. Þegar körtunni er ógnað þá blæs hún sig út eins og tómatur og gefur frá sér óbragðsefni sem getur valdið ónæmisviðbrögðum í mannfólki. Vilja helst vera við stofuhita.

Tegund: False/Sambava Tomato Frog L
Stærð: 6 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni og háð CITIES leyfi)

Tomato Frog Care Sheet - Reptiles Magazine

Umönnunarleiðbeiningar

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg