Echinodorus ‘Reni’ – In Vitro Cup
Echinodorus 'Reni' er falleg og frekar smávaxin sverðplanta. Þetta er blendingur undan Echinodorus 'Ozelot' og öðrum Echinodorus. Hún þarf miðlungs birtu, er nokkuð hraðvaxta og fjölgar sér með renningum. Verður um 15-40 cm há. Hún þarf auka járngjöf og ný blöð verða dökkrauð en grænka síðar. Blöðin eru breið og æðótt. Ein minnsta af rauðu sverðplöntunum. Seld í rakaboxi. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/echinodorus_schlueteri___leopa.html
Tegund: Echinodorus 'Reni'
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|