Echinodorus x barthii – Pe
Echinodorus x barthii er mikil, stilkjalöng sverðplanta úr frumskógarfljótum S-Ameríku. Hún er falleg og auðveld byrjunarjurt. Hún þarf miðlungs til sterka birtu (0,5-0,75 W/L) og fjölgar sér með renningum. Hún þekkist á breiðum og löngum blöðunum og getur orðið nokkuð mikil um sig við rétt skilyrði. Yngstu blöðin eru rauðbrún en grænka eftir því sem þau stækka. Er auðveld og þægileg. Verður 20-50cm há. Sýrustig 6-8 og hitastig 20-28°C. Hentar vel í miðju búri þar sem hún getur breitt úr sér. Seld í potti. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/echinodorus_x_barthii_.html
Tegund: Echinodorus x barthii
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|