Emperor Botia S/M
Keisarabótían (Botia udomritthiruji) er falleg og fjörug sniglaæta frá S-Mýanmar. Hún verður um 13-15 cm löng og getur lifað nokkuð lengi. Hún er almennt róleg við aðra fiska en getur slegist við aðrar bótíur af sömu tegund. Er samt í hópi rólegri bótía og gengur ekki með frekum bótíum. Hængurinn er spengilegri en hrygnan og bæði eru með beinnibbur undir augun sem þau geta sprett út til varnar. Þess vegna er ekki hyggilegt að halda á þeim með berum höndum! Þarf góða felustaði til að troða sér í. Geta verið stakir en plumma sig best í hópum og eru þá einnig sýnilegri. Aðalfæðan eru sniglar og fóðurtöflur. Má einnig gefa grænmeti ss. gúrkur. Þola illa lyfjagjöf af því að þær eru hreisturslausar og best að nota saltmeðferðina ef sjúkdómar koma upp.
Tegund: Emperor Botia S/M
Stærð: 3-4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|