Fischer’s Lovebird (Munda) – SELD!
Fischers dvergpáfinn (Agapornis fischeri) nýtur
mikilla vinsælda, enda litríkur og leikglaður smáfugl. Hann hefur litla
talgetu en bætir það upp með þrautseigju og útsjónarsemi. Þetta er
góður "útbrotsfugl" þ.a. mikilvægt er að loka búrinu vel.
Ástargaukurinn er mjög félagslyndur og kelinn en líka afar ákveðinn og
hentar því ekki yngri börnum. Nokkuð hljóður en getur gefið frá sér
hvell hljóð sem geta farið í taugarnar á viðkvæmum. Þarf nóg til að
dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu
þ.e. fjölbreytt úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og
ávexti. Fæst í ýmsum litarafbrigðum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/fischer_s_lovebird.html
Hún
Munda er lítt taminn 4 ára ástargaukur, innflutt frá Hollandi. Hún er næstum puttavanin. Þetta er einstaklega fallegt litarafbrigði af Fischer's, fölblá með bleikan gogg.
Stærð: 14 cm.
Lífaldur: 15-30 ár.
Verð: 14.000 kr.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|