6.590 kr.

SKU: 15973 Flokkur:

Gulldoppu múrenan (Gymnothorax tile) er föngulegur fiskur úr árósum við Indlandshaf og V-Kyrrahaf. Hann getur verið í ferskvatni en dafnar langbest í hálfsöltuvatni. Hann er einfari sem liðast um búrbotninn í ætisleit, einkum á nóttunni. Geta þó verið nokkrir saman, einkum meðan þeir eru minni. Hann hentar eingöngu með stærri fiskum því að allir aðrir fiskar verða étnir fyrr en síðar. Hann þarf sendinn botn og góða felustaði. Nærist á vatnadýrum, skelfiskum og fiskum. Getur svelt sig í 2-3 mánuði eftir að hann kemur í nýtt búr. Búrvatnið þarf að vera hreint og hreinsibúnaður öflugur, enda er mikill úrgangur frá múrenum þegar matarlystin er komin. Búrið þarf líka að vera stórt og vel lokað því að múrenur eiga auðvelt með að koma sér upp úr búrum. Er viðkvæmur fyrir koparmeðölum og málum. Verður allt að 60 cm langur. Aðeins fyrir lengra komna. Villtir!
Tegund: Gold Spot/Freshwater Moray Eel M - Wild
Stærð: 15-20 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg