Giraffe Catfish S/M – Wild
Gíraffa kattfiskurinn (Auchenoglanis occidentalis) er laglegur og afar stór kattfiskur frá Senegal og nágrenni í V-Afríku. Hann er fyrirferðarmikilll er hann stækkar og rótar eftir æti. Hann er almennt friðsamur og má ekki vera með grimmlyndum fiskum en hann er munnstór og því mega fiskarnir ekki vera minni en svo að hann geti gleypt þá. Þolir illa koparlyf. Verður allt að 90 cm langur. Þetta er harðgerður fiskur en vill samt góða vatnshreyfingu. Þarf nóg af felustöðum og sendinn botn. Dregur nafnið af gíraffamunstrinu. Villtir!
Tegund: Giraffe Catfish S/M - Wild.
Stærð: 8-10 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|