Ancistrus Bristlenose Pleco – Gold Albino S

2.490 kr.

Pleggar (Plecos) koma í ýmsum stærðum, gerðum og litum. Þetta eru sugufiskar og yfirleitt þörungaætur. Þeir spanna allt frá nokkrum sentimetrum á lengd upp í 70-80 cm! Þeir eru yfirleitt harðgerðir en oft viðkvæmir fyrir vatnsgæðum. Gæta þarf þess vel að þeir séu rétt fóðraðir. Þótt flestir séu þörungaætur þurfa þeir samt sem áður fjölbreytt dýra- og skordýraprótín í fæðunni til þess að þeir dafni. Spectrum botntöflurnar henta best til þess - sjá nánar: https://pet.is/product/h2o-stable-wafers-125g/

Gull brúsknefjinn (Ancistrus cf. cirrhosus 'Gold Albino') er friðsamur og duglegur þriffiskur í samfélagsbúri. Honum lyndir vel við aðra rólega fiska og er bestur stakur eða í pari. Hængurinn fær brúsk á nefinu þegar hann er orðinn 3-4 cm langur en hrygnan ekki Geta fjölgað sér í búri. Hentar vel í gróðrbúrum. Duglega þörungaæta sem þykir gott að fá gúrkur og annað grænmeti. Kemur frá Rio Maroni vatnasvæðinu í Súrínam og verður um 10 cm langur. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/bushymouth_catfish.html
Tegund: Gold Bristlenose Pleco S (Ancistrus cf. cirrhosus 'Gold Albino')
Stærð: 2-3 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg