Golden Clam M – Wild
Gyllta samlokuskelin (Corbicula javanicus) er athyglisverð viðbót í smáfiskabúri. Hún er mjög dugleg að sía næringarefni úr búrvatni og heldur þannig skaðlegum nítrötum í skefjum. Það fer voðalega lítið fyrir henni. Kemur frá Jövu og verður um 4 cm í þvermáli. Hún grefur sig gjarnan aðeins niður í botnlagið og hreyfir sig oft um þar. Hún þolir ekki koparlyf eða árásargjarna fiska sem gefa henni lítinn frið til að nærast. Ef meðhöndla á fiskabúrið með lyfjum ætti að fjarlægja samlokunaskelina uns allt lyfið hefur verið fjarlægt úr vatninu. Villtar!
Tegund: Golden Clam M - Wild
Stærð: 1,5-2 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|