Green Ring-necked Parakeet (Kíví) – SELD!

70.000 kr.

Græni hringhálsinn (Psittacula krameri) nýtur mikilla vinsælda, enda litfagur og bráðgreindur miðfugl. Hann hefur heilmikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er húsbóndahollur fugl sem þarf að halda í góðri þjálfun. Nokkuð hljóður en getur gefið frá sér hávær köll ef honum er ekki kennt að tala. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Fæst í nokkrum litarafbrigðum. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/ring-necked_parakeet.html

Kíví er 5ra ára græn hringpáfakerling, fædd hérlendis. Hún lítur vel út og er all gæf. Henni finnst gaman að fara í feluleik. Það getur tekið tíma að kynnast henni og vinna sér traust hennar. Hún verður hins vegar erfiðari viðureignar ef hún kemst í spegil! Hún étur aðallega stórfuglafóður og því sem slíku fóðri fylgir. Seld án búrs.
Stærð: 40 cm.
Lífaldur: 50 ár.
Framboð: Kíví, 5 ára grænn kvenfugl.
Verð: 70.000 kr - SELD!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg