H2O Stable Wafers 250g
Spectrum þarfir allra fiska - kjötæta, grænmetisæta og alæta. Fjórir náttúrulegir litaukar í fóðrinu, m.a. spirúlína þörungur, tryggja að fiskurinn skarti fegurstu liti og viðbættar fiskiolíur og hvítlaukur tryggja bestu heilsu og sjúkdómsviðnám. Engin hormón eru notuð í fóðrinu. Reyndu og þú sérð mun innan tíu daga!!
H20 Stable Wafers eru fyrir alla botnfiska og botnsugur. Tilvalin næring fyrir þörungabíta, seiði, botnsugur, einkum þá sem éta á nóttunni. Oblátarnir leysast ekki upp í vatni fyrr en eftir um það bil sólarhring, en það dregur stórlega úr mengun og óþrifum. Þótt margir botnfiskar séu grænmetis- og þörungaætur þá éta þeir einnig mikið af vatnalífverum til að fá nauðsynleg prótein. Búrlíf tryggir yfirleitt ekki nægt framboð af þörungum til að mæta þessari þörf en samsetning New Life Spectrum H2O Stable Wafers gerir það hins vegar og svo um munar!
Stærð og lögun: 1,2 cm sökkvandi oblátar (óvatnsleysanlegir).
Magn: 250 g.
Innihald: Íshafsrækja (krill), fiskimjöl, hveiti, þörungamjöl, sojamjöl, fiskiolía, alfalfa, amínósýrur, betakarótín, spirulína, A-vítamín, D3-vítamín, B12-vítamín, ribóflavín, níacín, fólínsýra, kalsíum pantóþenat, pýrídoxín hýdróklóríð, þíamín, bíótín, E-vítamín, C-vítamín, kólín klóríð, kóbalt súlfat, koparsúlfat, járnsúlfat, mangansúlfat, rotvarnarefni.
Samsetning (1 kg): Hráprótín 33%, hráfita 5%, hrátrefjar 5%, aska 9%, raki 10%, A-vítamín 8000 IU, D-vítamín 450 IU, E-vítamín 200 IU.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|