Hahn’s Macaw (Húgó) – SELDUR!

90.000 kr.

Hansarinn (Ara nobilis nobilis) nýtur mikilla vinsælda, enda fjörmikill kelari og bráðgreindur í þokkabót. Hann hefur heilmikla talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er ákveðinn miðfugl með mikla leikþörf. Nokkuð hljóður en getur gefið frá sér hávær köll ef honum er ekki kennt að tala. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/hahn_s_macaw.html


Húgó er 4ra ára handmataður hansari frá F&F. Hann talar mjög mikið, hlær hrossahlátri oft og títt og er ljúfur og fínn. Hann er góður við alla, bæði konur og kalla. Hann þráir athygli og vill gjarnan fá að vera með í því sem eigandinn er að gera. Húgó er til sölu vegna tímaleysis eiganda. Hann hefur verið á sama heimili frá upphafi. Honum fylgir gyllt Max 11 búr frá Ferplas og ferðabúr.
Stærð: 30 cm.
Lífaldur: 30-40 ár.
Verð: 90.000 kr með búri - SELDUR!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg