Hygrophila pinnatifida and Moss – on Wood
Hygrophila pinnatifida og javamosi sjálf fest á góðri rót.
Hygrophila pinnatifida er falleg indversk planta með brúnum rifluðum blöðum sem eru rauðfjölublá að neðan. Hliðarskotin eru lárétt og ætti að klippa lóðrétta vaxtaranga til að þétta jurtina og viðhalda útlitinu. Afklippur má auðveldlega festa við rætur eða steina. Vaxtarhraði miðlungs. Hæð um 15-30 cm og þarf þokkalega birtu (0,5 W/L) og CO2-gjöf (6-14 mg/L). Aðeins kröfuharðari en aðrar sambærilegar jurtir nema þörfum hennar sé mætt.
Taxiphyllum barbieri er harðgerður og vinsæll mosi frá SA-Asíu. Kallaður javamosi. Festist auðveldlega við flesta fleti og en gæti þurft að njörva hann fyrst niður með fiskilínu. Má nota til að hylja búrmuni og dælur. Fallegur og auðveldur mosi sem þarf lítið aðhald. Ef birtan er góð og mosinn fær CO2-gjöf vex hann mjög vel. Má snyrta með skærum. Tilvalinn felustaður fyrir lítil seiði. Þarf almennt frekar litla birtu (0,3W/L), og lítið CO2. Verður 3-10+ cm á hæð.
Seld saman á fenjaviðarbút (sjálf fest).
Tegund: Hygrophila pinnatifida og Taxiphyllum barbieri.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Leiðbeiningamyndskeið: Hygrophila pinnatifida
Plant info
Type: | Stem | |
---|---|---|
Origin: | Asia | ![]() |
Growth rate: | Medium | ![]() |
Height: | 10 - 30+ | ![]() |
Light demand: | Medium | ![]() |
CO2 : | Medium | ![]() |
Leiðbeiningamyndskeið: Vesicularia ferriei "Weeping"
Plant info
Type: | Moss | |
---|---|---|
Origin: | Asia | ![]() |
Growth rate: | Medium | ![]() |
Height: | 3 - 10+ | ![]() |
Light demand: | Low | ![]() |
CO2 : | Low | ![]() |