9.990 kr.

SKU: ANATF1606L Flokkur:

Grái trjáfroskurinn (Hyla versicolor) er algengur og snotur trjáfroskur frá austurhluta N-Ameríku og SA-Kanada. Þetta er með minni trjáfroskum á svæðinu. Húðin er gráleit og nokkuð hrjúf en appelsínugulur litur við klofið. Hann verður um 3,8-5,1 cm á lengd og kvendýrið er stærra. Karldýrið er með dekkri háls en kvenfroskurinn. Þessi sérstaki trjáfroskur þolir vel kulda, allt niður í -8°C. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta og greinar til að klifra í. Nærast aðallega á krikkets en einnig mjölormum, möðkum og öðrum skordýrum.

Tegund: Gray Eastern Tree Frog L
Stærð: 4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Gray Treefrog Hyla Versicolor Photograph by Ivan Kuzmin

Umönnunarleiðbeiningar.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg