Hylarana erythraea M
Græni grassfroskurinn (Hylarana (Rana) erythraea) er nokkuð algengur og snotur froskur sem finnst í SA-Asíu. Þetta er miðlungsstór fitfroskur, grænn á búk en ljósleitur undir með ljósa rák eftir endilöngum búknum. Snoppan er oddhvöss. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni og jafnvel helst sundvatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta og greinar til hoppa upp í. Lifa upp undir 6 ár og geta náð ágætum stökkhraða. Nærast aðallega á kribbum en einnig mjölormum, möðkum og öðrum skordýrum. Kvendýrið er stærra (7,51 cm) en karldýrið (4,5 cm).
Tegund: Green Grass/Red-eared Frog M
Stærð: 5 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|