Kaloula pulchra L
Fitubollufroskurinn (Kaloula pulchra) er sérkennilegur froskur víða úr SA-Asíu. Þetta er feitlaginn trýnisfroskur með einkennandi búkmynstri sem er gjarn á að fela sig á daginn og kíkir út í ætisleit þegar fer að skyggja. Hann étur allt sem á tönn festir, einkum engisprettur, maðka, mölflugur og þess háttar. Grefur sig gjarnan niður í mosa og botngróðri. Þarf að vera í röku búri með mosa og plöntum og aðgengi að hreinu vatni. Þetta eru næturdýr eins og aðrir froskar. Verður um 7-8 cm langur, kvendýrið er stærra en karldýrið. Getur náð 10 ára aldri í búrum.
Tegund: Painted/Banded Bull Frog/Chubby Frog L
Stærð: 8 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|