Leptodactylidae laevis M
Budgett froskurinn (Leptodactylidae laevis) er mjög sérstætt froskdýr. Hann minnir helst á rófulausa geimveru. Hann líkist pacman froskum í háttum nema að hann er mun meira í vatni en þeir. Kemur frá Paragvæ. Hann liggur fyrir í lækjum eins og völusteinn og bíður færis á að næla sér í bráð. Það er mjög auðvelt að hugsa um hann sem gæludýr. Hann hefur gríðarlega matalyst og étur allt sem að kjafti kemur, jafnvel þótt það sé stærra en hann ræður við að gleypa. Hann vill helst hafa gott sundpláss og botnlag úr stærri völusteinum. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta. Getur orðið nokkuð langlífir. Nærast á skordýrum ss. mjölormum, möðkum og þess háttar, en etur líka fiska og músarunga. Ekki er þó gott að gefa þeim og mikið kjötmeti. Það getur leitt til blindu. Taka einnig vandað þurrfóður og fóðurtöflur. Kvendýrið verður töluvert stærra (14 cm) en karldýrið (11 cm). Eru virkari á nóttunni en daginn. Hika ekki við að stökkva á bráðina og geta bitið býsna fast. Þeir hafa nokkra beinbrodda í munninum sem virka eins og tennur. Mannshöndin er þar ekki undanskilin. Geta orðið 20 ára gamlir í búrum. Blása sig upp ef þeir verða hræddir. Mikilvægt að gefa þeim auka kalk út á fóðrið til að fyrirbyggja hörgulsjúkdóma.
Tegund: Budgetts/Freddie Kruger/Hippo Frog M
Stærð: 4-5 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|