16.490 kr.

SKU: ANATA1403L Flokkur:

Risatrjáfroskurinn (Litoria infrafrenata) er algengur og snotur trjáfroskur frá Ástralasíu. Þetta er stærsta trjáfroskategund í heimi og getur orðið allt að 14 cm á lengd. Froskurinn er allajafna ljósgrænn á lit með ljósleitan kvið þ.a. neðri kjálkinn er hvítleitur. Augun eru stór og gyllt. Froskurinn vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni í grunnri skál. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta og greinar til að klifra í. Þess vegna er gott að búrið sé hátt, enda froskurinn oftast uppi í trjánum. Þetta er auðveldur byrjendafroskur með heilmikinn persónuleika. Nærast á krikkets en einnig mjölormum, möðkum og öðrum skordýrum. Taka einnig vandað þurrfóður ss. JurassiDiet Frog & Newt og fóðurtöflur. Kvendýrið er töluvert stærra (12-14 cm) en karldýrið (10-12 cm). Eiga til að éta á sig gat þ.a. það þarf að forðast offóðrun. Geta náð 20 ára aldri í búrum. Gelta á kvöldin eins og hundar!

Tegund: White Tip/White Lipped/Giant Tree Frog
Stærð: 7-8 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

White-lipped tree frog - Wikipedia

Umönnunarleiðbeiningar

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg