Lutino Red-fronted Kakariki (Kíki) – SELD!
Lútínó rauðbrýndi kakaríkinn (Cyanoramphus novaezelandiae) er fallegur, hljóðlátur og leikglaður miðfugl. Hann er sífellt að, klár og klókur. Þetta er þægilegur barnafugl sem getur náð að tala. Kakaríkinn er forvitinn að eðlisfari og félagslyndur, hljóðlátur og jarmar eins og kind. Rykar lítið en finnst gaman að dreifa korninu sínu yfir búrbotninn þar sem hann getur rótað í því. Þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja, próteinríkt eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Fæst í nokkrum litarafbrigðum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/red-fronted_kakariki.html
Hún Kíki er 8 ára gamall lútínó rauðbrýndur kakaríki, fædd hérlendis. Hún er handmötuð og pollróleg. Henni fylgir svart Ferplast Gala ferðabúr (sjá mynd). Hún er til sölu vegna þess að eigandinn er fluttur af landi brott. Kíki er voða hrifin af kvenfólki og líka karlkyni þegar hún kynnist því. Góður, hljóðlátur og æpandi gulur fugl. Hefur verið bæði á kornfóðri og Harrisons þurrfóðri.
Stærð: 28 cm.
Lífaldur: 15-20 ár.
Verð: 55.000 kr ásamt búrum. - SELD!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|