52.900 kr.

SKU: 11610M Flokkur:

Sebrakolkrabbinn (Octopus zebra) er stórmerkilegt dýr. Hann getur breytt um lit á svipstundu og líkt eftir umhverfi sínu, líka eftir útliti rándýra. Það er ekki nóg með að hann breyti um lit, hann getur breytt húðáferðinni líka! Hann er eini kolkrabbinn sem spannar svo vítt eftirhermusvið. Verður um 60cm langur frá toppi til táar fullvaxinn en hausinn um 20cm en eru yfirleitt smærri í búrum. Nærist á kröbbum og rækjum en ekki gróðurmeti. Þarf stöðugt sýrustig, lítið sem ekkert nítrít en þolir smávegis nítrat (<30). Vatnshreyfing þarf að vera góð og gæta þarf þess að dýrið velti ekki grjóthrúgum um koll. Heppileg búrstærð er um 300-400 lítrar með traustu og þungu loki! Þetta eru ekki langlíf dýr. Líftími fullvaxinni dýra er 12-14 mánuðir, lengri auðvitað ef þau eru yngri.
Stærð: large (stór)
Afgreiðslutími: 2-4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg