Oriental Weather Loach – Gold S
Gyllta veðurbótían (Misgurnus anguillicaudatus 'Gold') er falleg sniglaæta frá SA-Asíu. Hún var áður höfð til veðurmælinga (æsist við loftþrýstingsbreytingar). Þetta er friðsamur og vinalegur fiskur sem þarf góð vatnsgæði og ívið kaldara vatn en almennir búrfiskar. Botninn ætti að vera sendin og sandkornin fíngerð þar eð hún vill gjarnan stinga sér ofan í botnlagið. Verður um 20-25 cm löng. Hún er fremur róleg að eðlisfari og hentar því aðeins með rólegum fiskum og botnfiskum. Hængurinn er spengilegri en hrygnan. Geta verið stakir en plumma sig best í hópum. Aðalfæðan eru sniglar og fóðurtöflur. Þola illa lyfjagjöf af því að þær eru hreisturslausar og best að nota saltmeðferðina ef sjúkdómar koma upp.
Tegund: Gold Weather Loach/Gold Dojo S
Stærð: 6 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|