Ornate Ctenopoma S – Wild
Rauðrákótta ctenopóman (Microctenopoma ansorgii) er laglegur lítill labýrintufiskur frá V-Afríku. Hængurinn er litfagurri og sífellt að gera sig til við hrygnuna og býr til flothreiður til að hrygna í. Hann getur verið nokkuð aðgangsharður við hrygnuna. Hentar best stakur eða í pari eða með nokkrum hrygnum. Má ekki vera heldur vera með slæðufiskum eða nörturum þ.e. fiskum sem gætu bitið í ugga og sporða. Getur gengið í samfélagsbúri með rólegum fiskum. Er frekar felugjarn og skiptir skjótt um lit eftir skapi. Verður um 7 cm langur. Villtir!
Tegund: Ornate Ctenopoma/Red Stripe Bushfish S - Wild.
Stærð: 3-4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|