Parkinson’s Rainbowfish M
Parkinsons regnboginn (Melanotaenia parkinsoni) er afar skrautlegur regnbogafiskur frá Papúa Nýju Gíneu og Ástralíu. Þetta er fenjamýrarfiskur sem getur orðið sérlega laglegur á fengitímanum. Hængurinn er litmeiri og með lengri ugga en hrygnan. Þetta er hópfiskur sem hrygnir auðveldlega í heimabúrum og dafnar best með gróðri. Fallegt gróðurbúr með 20 regnbogafiskum er ægifögur sjón. Þessum lyndir vel við aðra rólega fiska og er auðveldur byrjunarfiskur. Hængurinn verður 15 cm en hrygnan minni. Kemur úr alkalísku vatni pH 7,5-7,8. Þetta er hoppari þ.a. búrið þarf að vera vel lokað.
Tegund: Parkinson's Rainbowfish M
Stærð: 4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|