Plum-headed Parakeet (Kora) – SELD!

70.000 kr.

Plómhöfða hringpáfinn (Psittacula cyanocephala) nýtur nokkurra vinsælda, enda litfagur og greindur miðfugl, en nokkuð fágætur. Hann hefur litla sem enga talgetu en getur lært kúnstir og blístrað e-ð. Þetta er húsbóndahollur fugl sem þarf að halda í góðri þjálfun. Nokkuð hljóður almennt en getur gefið frá sér há köll. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Auðvelt að kyngreina. Karlfuglinn fær plómulitað höfuð en kvendýrið gráleitara. Verður um 33 cm langur þar af er stélið um 22 cm. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/ringnecked_parakeets__hringpaf.html

Kora er fædd 2004 og innflutt frá S-Afríku. Hún er róleg og lítur vel út. Hún var í pari en missti maka sinn úti á landi nýlega. Hefur ekki verið tamin enn en það ætti að vera nokkuð auðvelt. Bítur yfirleitt ekki og er mjög falleg! Sjaldséðir fuglar á Íslandi og hljóðlátir!
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 25 ár.
Verð: 70.000. - VISA raðgreiðslur í boði.

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg