Plum-headed Parakeet (Pési) – SELDUR!

60.000 kr.

Plómhöfða hringpáfinn (Psittacula cyanocephala) nýtur nokkurra vinsælda, enda litfagur og greindur miðfugl, en nokkuð fágætur. Hann hefur litla sem enga talgetu en getur lært kúnstir og blístrað e-ð. Þetta er húsbóndahollur fugl sem þarf að halda í góðri þjálfun. Nokkuð hljóður almennt en getur gefið frá sér há köll. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Auðvelt að kyngreina. Karlfuglinn fær plómulitað höfuð en kvendýrið gráleitara. Verður um 33 cm langur þar af er stélið um 22 cm. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/ringnecked_parakeets__hringpaf.html

Hann Pési er fæddur 2001 og innfluttur frá Bretlandi. Hann er vingjarnlegur og lætur mjög lítið fyrir sér fara. Yfirleitt bítur hann aldrei og er sáttastur í búrinu sínu, en þó má hafa hann hjá sér. Honum fylgir miðlungsstórt, bogalagað gyllt búr með dóti í. Pési er til sölu vegna breyttra aðstæðna eiganda. Einn fárra af tegundinni á landinu!
Stærð: 33 cm.
Lífaldur: 25 ár.
Verð: 60.000 kr með búri - SELDUR!

 

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg