Red-lored Amazon (Viggó) – SELDUR!

190.000 kr.

Rauðbrýndi amasoninn (Amazona autumnalis autumnalis) er vinsæll páfagaukur, litfagur, greindur og miðlungsstór. Hann hefur nokkra talgetu og auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er félagslyndur og lífsglaður fugl sem hefur mikla leikþörf. Frekar hávær, einkum kvölds og morgna. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, pálmahnetur, eggjafóður og mikið af grænmeti og ávöxtum. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/red-lored_amazon.html

Viggó er handmataður karlfugl, innfluttur frá Bretlandi. Hann er 8 ára gamall. Viggó er voða forvitinn og finnst fátt betra en að kúra á öxl eiganda síns. Hann er mjög leikglaður og finnst sérlega gaman að bastleikföngum með lituðum perlum. Hann hefur verið á Harrisons fóðri síðustu ár og dafnar best á því, en þykir margt annað herramannsmatur. Viggó er ekki mikill talfugl en kann þó ýmislegt ss. að hlæja, segja nafnið sitt í ýmsum raddtegundum ofl. Hann kann líka ýmsar listir ss. að sækja bolta og leggja í lófa ofl. Það er margt hægt að segja um hann þessu til viðbótar og fylgir lista með því öllu fuglinum. Honum fylgir rúmgott búr ásamt nokkuð af leikdóti, og einnig ferðabúr.
Stærð: 34 cm.
Lífaldur: 40-50 ár.
Verð: 190.000 kr ásamt fylgihlutum - SELDUR!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg