19.590 kr.

SKU: ANANE2001M Flokkur:

Rauðdoppótta vatnasalamandran (Notophthalmus viridescens) er falleg og algeng kambsalamandra (ekki land salamandra) frá austurstrnd N-Ameríku. Finnst þar í í smátjörnum í skóglendi. Er sérlega falleg sem ungviði (skær appelsínugul) en verður olifíugræn með aldrinum og heldur doppunum. Er með auðkennandi rauðarleitar doppur á búknum (allt að því 21). Hún er frekar auðveld og lyndir vel aðra af sömu tegund. Gefur frá sér eiturefni þegar hún verður hrædd og því þarf að þrífa hendur ef hún er höndluð. Nærast á skordýrum ss. mjölormum, möðkum, blóðormum, dafníu, artemíu, flugum. Þurfa að vera í vatni með aðgang að landi eða amk. að geta klifrað upp á þurrt. Tilvalið að hafa javamosa í búrinu sem þarf að vera rúmlega 40 lítra. Geta verið með rólegum froskum og fiskum sem þeir ná ekki að gleypa. Verður 12-13 cm löng og getur náð 12-15 ára aldri.

Tegund: Red-spotted/Eastern Newt M
Stærð: 6-8 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Notophthalmus viridescens - Care-sheet - Salamanderland
Umönnunarleiðbeiningar

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg