Sclerophrys regularis L

9.090 kr.

SKU: ANATD1108L Flokkur:

Afríkukartan (Sclerophrys (Bufo) regularis) er stór og voldug karta víða úr sunnan við Sahara og upp til Egyptalands. Hann er algengur þar og auðvelt að hugsa um hann sem gæludýr. Hann vill vera í röku umhverfi (60-70% raki) með aðgang að hreinu vatni og líka grunnu sundvatni. Botnlag má vera mold, gróf en slétt möl, börkur eða mosi. Vill hafa felustaði ss. steina eða viðarbúta. Getur orðið nokkuð langlífir. Nærast á skordýrum ss. mjölormum, möðkum smærri froskum, músarungum og skordýrum. Kvendýrið verður nokkuð stærra (13 cm) en karldýrið (9 cm). Karldýrið gefur frá djúp búkhljóð og þenur hálsinn mjög. Þekkist á ferningslaga flekkjum. Geta hæglega orðið 10 ára gamlir.
Tegund: African/Square-marked Toad M
Stærð: 6-7 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni)

ANI068-00374 - Joel Sartore

Umönnunarleiðbeiningar.

 

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg