Senegal Parrot (Kolla) – SELD!

75.000 kr.

Senegalpáfinn (Piocephalus senegalus) nýtur mikilla vinsælda, enda greindur og leikglaður miðfugl. Hann hefur nokkra talgetu og er lítill harðjaxl sem lætur engan valta yfir sig. Senegalinn er félagslyndur og kelinn en líka afar ákveðinn. Nokkuð hljóður en getur gefið frá sér hávært blístur sem getur farið í taugarnar á viðkvæmum. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. fjölbreytt úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/senegal_parrot.html

Hún Kolla er 10 ára gömul handmataður senegali, fædd á Íslandi. Hún hefur ekki verið kyngreind enn þá en er örugglega kvenfugl. Kolla er ljúf við þá sem hún þekkir, einkum þá karlmenn. Þeir fá að klóra henni og kássast með hana. Hún hefur verið á sama heimili lengst af og er til sölu vegna breyttra aðstæðna. Henni fylgir nokkuð rúmgott borðbúr. Hún hefur verið á kornfóðri lengst af.

Stærð: 23 cm.
Lífaldur: 30-40 ár.
Verð: 75.000 kr með búri. - SELD!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg