Senegal Parrot (Skvísa) – SELD

65.000 kr.

Senegalpáfinn (Piocephalus senegalus) nýtur
mikilla vinsælda, enda greindur og leikglaður miðfugl. Hann hefur
nokkra talgetu og er lítill harðjaxl sem lætur engan valta yfir sig.
Senegalinn er félagslyndur og kelinn en líka afar ákveðinn. Nokkuð
hljóður en getur gefið frá sér
hávært blístur sem getur farið í taugarnar á viðkvæmum. Þarf nóg til að
dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu
þ.e. fjölbreytt úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og
ávexti. Pantanir í síma 699 3344. Nánari
upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/senegal_parrot.html

Hún Skvísa er 18 mánaða gamall handmataður senegali, fædd á Íslandi. Skvísa er ljúf og góð og þykir ægilega gott að klóra sér. Hún er
til sölu vegna tímaleysis eiganda og er hrifnari af körlum en konum.
Stærð: 23 cm.
Lífaldur: 30-40 ár.
Verð: 65.000 kr - SELD!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg