6.990 kr.

Tafldvergsiklíðan (Dicrossus maculatus) er snotur dvergsiklíða frá Rio Tapajós vatnasvæðinu í Brasilíu. Henni lyndir nokkuð vel við aðra rólega fiska nema á hrygningartímanum þegar hún vill helga sér svæði og verja. Hún er falleg og tignarleg og dafnar best í góðu gróðurbúri.  Hún er best í pari eða hængur með nokkrum hrygnum. Verður um 5-6 cm löng, hrygnan stærri. Hængurinn fær spaðalaga sporð með aldrinum. Vilja mjög súrt vatn til hrygningar. Villtir!
Tegund: Spadetailed Checkerboard Cichlid M - Wild
Stærð: 3-4 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg