Spotted Skiffia M
Doppu gotfiskurinn (Skiffia multipunctata) kemur frá litlu svæði í í Guadalajara í Mexikó. Þetta er þægilegur byrjendafiskur og auðveldur á flesta vegu. Hann kann best við sig í hópi nokkrir saman - og skartar sínu fegursta ef hrygnur eru með í hópnum. Hann kann best við sig í gróðurbúrum. Hrygnan verður um 6 cm langur en hængurinn minni. Vill hitastig frá 17-22°C og er nokkuð þolinn á vatnsgæði. Vill helst vera í alkalísku vatni (pH7,2-8) og hörðu. Gengur ekki með gúbbum sökum stærðar. Vilja vera í björtum búrum þar sem nægt framboð er af þörungum. Seiðin eru býsna stór (um 1 cm löng) við fæðingu og rúm 20 koma í einu. Foreldrarnir éta ekki seiðin. Doppumynstrið er breytilegt.
Tegund: Spotted Skiffia M
Stærð: 3,5 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|