Stagmomantis carolina M – UPPSELT!

4.690 kr.

SKU: BINZKI1 Flokkur:

Karólínabeiðan (Stagmomantis carolina) er snotur bænabeiða frá Karólínu í Bandaríkjunum en finnst víðar.  Kvendýrið er grænleitt og feitlagið með stutta vængi og flýgur ekki en karldýrið gráleitt og grannvaxið með langa vængi og getur flogið. Karldýrið verður um 4,5 cm langt en kvendýrið 5-6 cm langt. Best er að hafa beiðuna í loftræstu en lokuðu búri með moldarbotnlagi og mosa og plöntum. Kjörhiti er 25-28°C. Raki 50-60%. Best er að hýsa beiðurnar stakar þar eð þær geta lagst hver á aðra og étið minni dýr td. karldýrin og ungviði. Það er þó hægt að hafa þær fleiri saman. Nærast á flugum, fiðrildum og ýmsum skordýrum. Geta étið krybbur en bara um stund. Búrið þarf ekki að vera stórt.

Tegund: Carolina Mantis M
Stærð: 2-3 cm
Afgreiðslutími: til á lager

Umönnunarleiðbeiningar!

Aðrar upplýsingar

Þyngd0.00 kg