Turbelle® Electronic 5001 – 4800l/h
Turbelle® Electronic 5001 straumdælan er afrakstur 20 ára þróunar hjá TUNZE® Aquarientechnik GmbH á vatnsmiðflóttaaflsdælum. Turbelle® Electronic 5001 dælan er í grundvallaratriðum eins og Turbelle® Powerhead dælurnar nema hún er búnin rafhraðastýringu og gengur á enn lægri öryggisrafstraum. Turbelle® Electronic 5001 dælan getur líkt eftir ölduskvampi eða sjávarföllum og er með örtölvustýrðum mótor og mætti því kalla "greind dæla." Rafmótorinn breytir dæluhraða sjálfvirkt miðað við dæluálag og leitast við að nota jafnframt sem minnstan straum. Orkunotkun er að jafnaði 30% minni en í öðrum sambærilegum dælum. Dælan stöðvast strax ef inntakið stíflast. Eftir að inntakið hefur verið hreinsað fer dælan sjálfkrafa í gang eftir 20 sekúndur. Í dælunni er einnig fiskavörn þ.a. rótorinn snýst um einn hring á 20 sekúndna fresti ef dælan hefur stöðvast. Turbelle® Electronic straumdæluna má tengja við gangstilli (Singlecontroller 7091) eða fleiri dælur saman á fjölstilli (Multicontroller 7095).
Turbelle® Electronic 5001 straumdælan er með breytilegum dæluhraða. Henni fylgir festibúnaður, inntaksvörn og varastraumtengi (100-240 V). Hún er jarðtengd, hljóðlát og með hitavörn.
Afköst: 700-4.800 l/klst
Orkunotkun: 5-43 W
Hámarksdæluhæð: 0,8-2,5 m
Snúrulengd: 5 m
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur.
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|