Turbelle® Stream 6125 – 12.000l/h
Tunze® Turbelle® Stream 2 hágæðastraumdælurnar nýju og heimsþekktu skara fram úr öllum afldælum á markaðinum. Flestar straumdælur spýta vatni í mjórri kröftugri bunu sem getur verið skaðleg fyrir viðkvæma kóralla en Turbelle® dælurnar beina vatninu í breiðri, mjúkri bunu sem ýtir miklum vatnsmassa áfram án þess að ofreyna kórallaholsepa.Turbelle® dælurnar fást bæði með stillanlegri (breytilegri) dælingu og föstum dæluhraða. Þær henta ekki sem filterdælur. Hin nýja straumlímulagaða Turbelle® Stream 6065 dælan leysir Turbelle® Stream 6101 af hólmi. Hún er með föstum dæluhraða, er jarðtengd og með hitavörn. Þessi knáa dæla er sérlega sparneytin og hljóðlát. Nýjungar eru þær að rótorpinninn er úr titanblöndu. Dælan er öll minni og nettari en áður og það fylgir kröftugur festisegull með.
Háþróuð skrúfutækni.
Rótorpinni úr títanblöndu.
Hitnar lítið.
Snýst í allar áttir.
Með segulfestu fyrir <19mm gler
Turbelle® Stream 2 6125.000
• Búrstærð: 400-2000L
• Dæluhraði: 12.000 l/klst
• Afl: 22W
• Glerþykkt seguls: <19mm
• Snúrulengd: 2 m
• Þvermál: 90 mm
• Úrtaksþvermál: 63
Afgreiðslutími: til á lager!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|