Tylototriton shanorum L
Taunggyi salamandran (Tylototriton shanorum) er falleg landsalamandra frá Taunggyi-héraði Mýanmar með einkennandi búkmunstur og beinnibbur á höfðinu. Nýlega uppgötvuð. Hún er frekar auðveld og lyndir vel aðra af sömu tegund, nema kannski um fengitímann. Karldýrið er minna og oftar í sterkari iltum. Nærast á skordýrum ss. mjölormum, möðkum og flugum sem búið er að dusta með vítamínum eða kalki. Taka einnig hefðbundið fiskafóður eða fóðurtöflur. Þurfa að vera á landi með aðgang að vatni. Kvendýrið verður um 9 cm langt en karldýrið um 7,5cm. Getur lifað um 11 ár. Verður kynþroska 3-4 ára. Má meðhöndla varlega en gefur frá sér eitur (nibbarnir eftir hryggnum). Rólyndisdýr sem kann best við sig í mosamiklu búri sem það getur stungið sér ofan í.
Tegund: Crocodile/Taunggyi Newt L
Stærð: 6-8 cm.
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 8 vikur (eftir framboði hverju sinni og háð CITIES leyfi)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|