West African Lungfish M/L – Wild
Lungnafiskurinn (Protopterus annectens) er fallegur og einstakur állaga fiskur V-Afríku. Hann er einfari sem liðast um búrbotninn í ætisleit, einkum á nóttunni. Hann hentar eingöngu með stærri fiskum en þó ekki grimmum. Hann er almennt rólegur en þolir illa aðra fiska af sömu ætt. Stærðar síns vegna getur hann ekki verið með fiskum sem hann getur gleypt. Hann er snar í snúningum og eigandinn þarf því að gæta þess að hafa búrið vel lokað. Nærist á plönturótum, möðkum og kjötmeti og þarf sendinn botn til að fela sig í. Verður allt að 100 cm langur og er harðgerður mjög. Hann hefur sérstæð öndunarfæri sem gera honum kleift að anda í og úr vatni. Villtir!
Tegund: West African/Tana Lungfish M/L - Wild.
Stærð: 20 cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|