Xingu I Pike Cichlid M – Wild
Xingu I grenisiklíðan (Crenicichla xingu I) er mjög straumlínulöguð siklíðutegund af Rio Xingu vatnasvæðinu í Brasilíu. Hængurinn verður 38cm en hrygnan minni. Siklíðan er harðgerð og auðveld og er eftirsótt vegna appelsínugula litarins í æsku og hegðunarinnar. Gengur með stórum tetrum og siklíðum en ekki minni fiskum sem hún getur gleypt, enda munnstór. Á það til að róta töluvert í botnlaginu þ.a. gróður þarf að vera vel festur. Búrið þarf að vera vel lokað. Hrygnan gætir hrognanna. Hægt að hafa marga saman í búri.
Tegund: Xingu I Pike Cichlid M - Wild
Stærð: 10-15cm
Afgreiðslutími: sérpöntunarvara - 4 vikur (eftir framboði hverju sinni)
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|