Jandaya Conure Pair (Barri & Benna) – SELDIR!
Jandaya páfinn (Aratinga jandaya) nýtur mikilla vinsælda, enda litfagur og bráðgreindur miðfugl. Hann hefur þokkalega talgetu og mjög auðvelt er að kenna honum kúnstir. Þetta er húsbóndahollur fugl sem hefur mikla leikþörf og þarf mikið kel. Nokkuð hljóður en getur gefið frá sér hávær köll ef honum leiðist. Þarf nóg til að dunda sig við ss. leikföng og nagdót. Rykar litið og þarf góða næringu þ.e. gott úrval fræja, eggjafóður og auðvitað grænmeti og ávexti. Pantanir í síma 699 3344. Nánari upplýsingar: http://www.tjorvar.is/html/jandaya_conure.html
Hjónin Barri og Benna eru fædd 2003 og flutt inn frá Bretlandi. Þau eru varppar og hafa komið upp 4 ungum. Þau eru dagfarsprúð og lítið fer fyrir. Þau hafa verið á Harrisons fóðri lengi og eru vel nærð. Barri hefur reitt spússu sína nokkuð þ.a. hún er frekar pönkaraleg í útlti en heilsuhraust. Þeim fylgir gyllt standbúr - Ferplast Max 11. Annað tveggja varppara á landinu!
Stærð: 30 cm.
Lífaldur: 30-40 ár.
Framboð: Barri og Benna, varppar, ásamt búri. - VISA raðgreiðslur í boði til 3ja ára. - SELDIR!
Aðrar upplýsingar
Þyngd | 0.00 kg |
---|